14.3.2009 | 10:12
Þá er það ákveðið,
helgin verður mjög lífleg í pólitíkinni og ekkert kreppu-krapp fær því breytt. Undanfarnar vikur hafa frambjóðendur hreiðrað um sig í yfirgefnu verslunar- og atvinnuhúsnæði um víðan völl og líklega hefur aldrei verið jafn auðvelt að nálgast slíkar vistarverur sem nú. En er e-ð öðruvísi en áður? Hafa slagorðin e-ð breyst eða áherslur á málefnin? Það finnst mér ekki og það fer um mig hrollur við þá tilhugsun að nákvæmlega ekkert mun breytast. Fjórflokkurinn er í raun þríhöfða þurs og landslimirnir flestir stíga hinn tryllta og firrta pólitíska Hrunadans...
Þessi gluggi fyrir neðan er undirlagður af annars konar frambjóðendum, hverra líf er stöðugt og allir dagar ársins eru eins, fáklæddir og lausir við pólitíska spennu.
Líflegasta prófkjörshelgin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 23:12
Ég hef iðrast, því er ég frjáls.
Loks fékk ég að vita ástæðu þess, að mér var meinað að tengja blogg mitt við fréttir mbl.is.
Ég var algerlega úti á túni í þessum tengingum mínum við fréttirnar og því fór sem fór.
Nú, eftir að hafa lesið vandlega tölvupóstinn frá Árna Matt, hvar hann bendir mér kureisislega og yfirvegað á yfirsjónir mínar og í kjölfarið opnað aftur fyrir gluggann að tilverunni, þá líður mér mun betur og heiti því að í framtíðinni mun ég feta hinn gullna meðalveg blog.is og vera vel tengdur.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.3.2009 | 21:29
kvart...
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.3.2009 | 15:27
Ekki bofs frá Hádegismóum, ennþá...
Ég bíð spenntur eftir útskýringum hinna góðu umsjónarmanna blog.is vegna þessarar hógværu orðsendingar, er mér barst frá þeim í gærkveldi.
Ágæti bloggari.
Vegna endurtekinna kvartana hefur verið tekið fyrir að þú getir tengt bloggfærslur við fréttir á mbl.is.
Kveðja,
blog.is
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.3.2009 | 12:06
Enn heyrist ekkert frá umsjónarmönnum blog.is
vegna kurteisislegrar fyrirspurnar minnar um endurteknar kvartanir, sjá HÉR.
Hér fyrir neðan er mynd mín, er átti að fylgja með færslu minni um hinn eilífa Fjórflokk.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 10:37
Settur útí kuldann eða Global Warning?
Jæja, þá hefur einhver pempían fengið þvag fyrir sitt litla músarhjarta.
Skyldi ÞETTA hafa farið fyrir músarhjartað eða ÞETTA? Og mjög líklega ÞETTA.
Ekki hef ég enn haft geð í mér til að setja mig í samband við mbl.is og grennslast fyrir um meintar kvartanir. Held ég fái mér kaffibolla og setji einsog í eina þvottavél...
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 12:04
Á síðasta snúning...
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)