12.3.2009 | 10:39
SmASH
Alltaf finnst mér biluð neon-auglýsingaskilti vera slæmur fyrirboði...
Rauðar tölur í kauphöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2009 | 20:50
Hvaðan komum við? Hvert förum við?
Síðan þessi frétt var birt í febrúar, þá hefur mannkyni fjölgað um nokkrar milljónir.
Þeirra barna, sem fæðast til þessa heims, bíður flestra heimur hungurs og fáfræði, heimur græðgi og taumlausrar vanvirðingar fyrir dulmögnun lífsins.
En grípur Jörðin sjálf til sinna ráða til að sporna við eyðileggingunni og þá með enn meiri hamförum? Þeir atburðir hafa oft gerst á langri vegferð Jarðar um óravíddir alheims.
Sumir telja reyndar að styttist í slíka atburði, en hver veit? Ekki veit ég það...
Jarðarbúar verða 9 milljarðar 2050 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2009 | 13:25
Milljónir og skrilljónir...
Eitt prósent af einum milljarði króna eru 10 milljónir og þær myndu duga mér til framfærslu í nokkuð mörg ár.
Til að fá yfirsýn yfir hugtakið -trilljón-, þá þarf helst að teikna það upp og er það gert ágætlega HÉR.
Eigendur virðast hafa fengið há lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 11:36
Orðrétt breytir engu...
Gjaldþrot Baugs breytir engu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 09:48
YFIRMENN FJÖLMIÐLA Í BOÐSFERÐ NATO
Morgunblaðið sér ekki ástæðu til að greina frá þessari boðsferð. Það gerir hins vegar DV.
Finnst íslenskum almenningi eðlilegt að vera spyrt við hernaðarbandalag og þar með vera þátttakendur í blóðugum stríðsrekstri um víðan völl? Það finnst mér ekki.
Og NATO hyggur á frekari landvinninga ásamt stríðsherrum og meðreiðarsveinum sínum, Bandaríkjamönnum.
Þessi mál og friðargæslu á kannski að lepja oní íslenska fjölmiðlamenn yfir freyðivíni og kavíar í Brussel. Í mínum huga eru þetta ekkert annað en mútur og lýsir undirlægjuhætti þjóðar með lélega sjálfsmynd.
Fogh sagður hafa lýst áhuga á NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.3.2009 | 00:16
Ásta Ragnheiður/Ragnheiður Ásta
Eitthvað er hún umdeild þessi auglýsing og í óþökk einhverra.
Í því samhengi, sem hún birtist í Morgunblaðinu, þá hlýtur sú spurning að vera áleitin, hvort við þurfum yfirleitt á veggfóðri að halda...
UJ þakkar Ingibjörgu | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 23:03
Þögnin um Alþjóða gjaldeyrissjóðinn
og plön hans hér á landi er álíka þrúgandi og þögnin í þessum búðarglugga í Bankastræti í morgun.
Köld marssólin varpar bjöguðum skuggum af berfættum, léttklæddum gínum, sem hunsa allt krepputal, ónæmar fyrir mannlegum harmleik og hagrænni hliðrun.
Allt, sem er óþægilegt, kemur þeim ekki við...
Mótmælendur hitta Alþjóðagjaldeyrissjóðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)