Við misstum af lestinni í þúsund ár.

Fyrir 1000 árum fóru Íslendingar í fýlu og yfirgáfu meginland Evrópu til að hefja nýtt líf norður í Ballarhafi á eyju, sem írskir menn höfðu numið nokkrum öldum áður.  Það tók okkur ekki langan tíma að ryðja þeim úr vegi, taka lönd þeirra og sauðfénað og er Sagan var skrifuð, sú er réttari reyndist, þá var nánast ekki minnst á þessa frumbyggja Sóleyjar.

Við kölluðum okkur Íslendinga og við tóku aldir örbyrgðar og átaka, heimsku og forheimsku og innst inni harmaði Íslendingurinn hlutskifti sitt, var alltaf með óþreygjuna í sér og heimþrána til gömlu Evrópu.

En fyrir 65 árum breyttist e-ð og við ákváðum að gera tilraun.  Evrópa logaði stafna á milli og sá hildarleikur gaf okkur færi á að losna undan Dönum og gerast það sem kallað er sjálfstæð þjóð.  Það þarf ekki að rekja þann rússíbana, sem fylgdi í kjölfarið.  Gullgrafaramórallinn tók að blómstra, en bara fyrir útvalda, og er svo enn í dag.  Á hverjum morgni klæðast þúsundir manna sínum jakkafötum og hnýta sinn bindishnút og ganga til opinberra starfa að fylla út skýrslur, útbúa línurit og koma fram fyrir utangáttar almúgann að lepja oní hann lofræður til og frá um ágæti þess og ágæti hins og aldrei fást niðurstöður, því tilgangur þessara manna er að tefja fyrir, þeirra tilgangur einn er að sjá um sig og sína hvað sem það kostar.

Því Íslendingurinn hugsar um sjálfan sig og er eilíflega að úthugsa flóttaleiðir og sleppa sem billegast frá hlutunum.  Því getur hann aldrei hugsað langt fram í tímann.  Hann bíður eftir vorskipunum.

bessastadir_stanley_1789.jpg


mbl.is Þreyta í stækkun ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Vissulega voru þeir „afskrifaðir“. Síðasti leiðtogi írskra manna var Kolskeggur og var veginn þar sem nú er Kapelluhraun árið 1153. Sagt er, að Kolskeggur hafi verið uppnefndur Kölski af norrænum mönnum. Merkilegt :)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 18.4.2009 kl. 10:33

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Veit ekki betur en að árið 1262 höfum við myndað pólitískt bandalag við aðra Evrópuþjóð, Norðmenn, og nokkru síðar breyttist það í bandalag við aðra Evrópuþjóð, Dani. Reynsla okkar undir erlendu, evrópsku valdi var ekki beinlínis æðisleg.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.4.2009 kl. 10:44

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Held að gamla Evrópa vilji ekki fá Íslendinga „heim“ nema þá helst til þjónustustarfa...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 18.4.2009 kl. 10:53

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Vonandi verða árin þúsund í viðbót eða lengur.

Hörður Einarsson, 18.4.2009 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband