7.3.2009 | 17:31
Stafsetningarvillur Íslenska lýðveldisins.
Um miðjan dag í dag rölti ég inná höfuðstöðvar Vinstri-grænna við Suðurgötuna. Tilgangurinn var sá helstur að skrá mig í flokkinn og gerði ég það. Aldrei á ævinni hef ég verið skráður í neinn flokk, en „vegna ástandsins“, þá langaði mig til þess arna og komast að því í leiðinni hvort mér myndi líða einhvern veginn öðruvísi í kjölfarið.
Er ég svo rölti útí fallegt veðrið sá ég þetta slagorð krotað á hótelbyggingu handan götunnar. Soldið varð ég hugsi við að sjá þennan texta og hugleiddi að segja mig úr flokknum - eftir 10 mínútna viðveru...
Á þriðja hundrað á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Munum eftir glerhúsinu. Orðið "Útí" er ekki til í íslensku. Annars vil ég óska þér til hamingju með að ganga flokkaveldinu á hönd. Undarlegt að sjá ekki að þeir eru allir eins þessir árans flokkar. Krökkar af hópsálum sem lepja vitleysuna upp eftir leiðtogum sínum.
prentari (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 20:14
Sammála þér útí gegn! Niður með helv.... flokkana!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 7.3.2009 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.