Krefst upplýsinga um allar grillveislur sjálfstæðismanna síðustu 18 ár.

-Það er mat mitt að skylda forsætisráðuneytisins til að afhenda þess gögn sé ótvíræð og vísa ég í því sambandi til 3. gr. laga nr. 50/1996. Tel ég að undanþáguákvæði 4. – 6. gr. laganna eigi ekki við og vísa ég þar sérstaklega til 2. tl. 6. gr. Þar er að finna undanþágu frá upplýsingaskyldu stjórnvalda vegna samskipta við önnur ríki eða alþjóðastofnanir en jafnframt kemur fram í greininni að einungis sé heimilt að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist-...

segir Birgir Ármannsson og tek ég undir þessa beiðni hans.

Í ljósi þess hamfaraástands, sem þjóðin upplifir þessa mánuðina, þá krefst hún upplýsinga um eftirfarandi atriði:

Hverjir eru grillmeistarar Sjálfstæðisflokksins?

Hvaða afurð hefur helst verið grilluð síðustu 18 ár?

Hvaða uppíkveikjulögur var notaður?

Síðast en ekki síst, voru boðflennur í þessum veislum eða sátu sjálfstæðismenn einir að krásunum?

beefandbird_l.jpg

 

 


mbl.is Krefur forsætisráðuneytið um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða, hvaða? Ég sem hélt að þetta væri akkúrat í anda ykkar vinstri manna: Gegnsæi og allar upplýsingar upp á borðið o.fl. o.fl.?

Högni V.G. (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 10:44

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Voru sjálfstæðismenn e-ð að „flassa“ upplýsingum fyrr í vetur?

Birgir Ármannsson er enginn grillmeistari; hann nýtist kannski til að þrífa GRILLIÐ eftir 18 ára sukk&svínarí...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.2.2009 kl. 10:51

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Vinstri menn hafa nú sjaldnast verið samkvæmir sjálfum sér, og þessvegna verður ekkert gegnsæi á meðan 80 daga stjórnin verður við völd.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 16.2.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband