21.1.2009 | 09:02
Alþingi götunnar í Efstaleiti.
Raddir okkar, þjóðarinnar, skrílsins, kjósenda, mótmælendenda, virðast ekki ná inn fyrir þykkt og hljóðeinangrað gler Alþingishússins. Þar innandyra geltir lafhræddiur þingheimur og í ótta sínum og hroka er ekki að skynja eða skilja skilaboðin, sem við sendum þeim.
Þjóðin á heimtingu á að hlustað sé á hana og eina úrræðið í þeirri stöðu, sem upp er komin, er einfaldlega það, að þjóðin fái til afnota Útvarpshúsið í Efstaleiti, sína eigin stofnun, og að þar komi þjóðin óskum sínum og hugmyndum um breytingar á framfæri.
Það þarf að rjúfa dagská Útvarps allra landsmanna um óákveðinn tíma svo raddir okkar fái að heyrast.
Mótmæli fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Athyglisverð tillaga. Hér er komið tækifæri til þess að sýna hver á þessa stofnun - og hana ber að gera að hreinni ríkisstofnun á ný hið allra snarasta, hefði aldrei átt að fá þetta fáránlega ohf.
Þorgrímur Gestsson, 21.1.2009 kl. 09:11
Sælir! Ég tók eftir því er skoðaði fréttir (RÚV od St-2) neðan frá þinghúsi eftir að kom heim í gærkveldi að öll áhersla rúv og að mestu leyti st-2) var lögð á ÓEIRÐA(-valdandi)-LÖGGUNA í Alþingisgarðinum. Gott var var að vísu að nokkuð ljóst var hve plastvörðu berserkirnir fóru alvarlega offari. Opinberar lygar lögreglustjórans í Kastljósi voru fremur hvimleiðar. Vissi ekki um beinbrot og aðra kylfuáverka fyrr en í morgun.
Ég naut þess "heiðurs" að vera ein af fyrstu manneskjunum sem þeir hrintu um koll ( aftan frá, að óvörum!) er ruddust inn í Alþingisgarðinn, að því er virtist í þeim einum tilgangi að valda óeirðum sem etv er hlutverk þeirra. Veit að þá, kl um 13;30 hafði ca 4 snjóboltum verið hent á steinvegg hússins - engu öðru, hvað þá að grjót væri á loftri eins og lögreglustjórinn fullyrti. Í besta falli ljúga "drengirnir" að honum.
Hlédís, 21.1.2009 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.