Sjálfstæðismenn grilla á kvöldin

Ekki veit ég hvernig svefnvenjum Björns Bjarnasonar er háttað, kannski sofnar hann værum svefni hvert kvöld undir flauelsmjúkum fiðluleik konu sinnar.  Eða Geir og Davíð.  Kannski lesa spúsur þeirra þeim hin kliðmjúku ævintýr, hvar allt er vænt og grænt og allir vinir í skóginum og kannski eru vel fylltir vangar þeirra stroknir silkimjúkum höndum rétt í þann mund er draumalandið brestur á.

En þessi værð er á enda, draumurinn búinn og martröð þeirra orðin að veruleika; grillveislunni er lokið.


mbl.is Óslóartréð borið á bálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Af hverju fær þjóðin ekki að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún greiði Icesave reikningana með allri þeirri fátækt sem þeir kosta okkur eða hvort við hunsum þá með allri þeirri fyrirdæmingu sem það kostar okkur. Aldrei höfum við staðið frammi fyrir öðrum eins örlögum, og það er lágmark að þjóðin fái að kjósa um þetta. Ríkisstjórnin er með ESB umræðunni að leiða athygli þjóðarinnar frá þessu hrikalega máli.

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.1.2009 kl. 11:04

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Icesave-ruglið er bara toppurinn á ísjakanum. Það þarf að eiga sér stað uppgjör, auðmenn þarf að sækja til saka og endurheimta „eigur þeirra“. Stjórnvöld þurfa að víkja strax og mynda þarf þjóðstjórn. Núna...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 21.1.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband