12.1.2009 | 12:05
Næst á dagskrá...
Samkv. auglýstri dagskrá RÚV. verður í kvöld í sjónvarpi allra landsmanna sýndur seinni hluti franskrar heimildamyndar, sem ber nafnið -Uppgangur mannsins-. Þessi þáttur er sýndur á sama tíma og opinn borgarfundur fer fram í Háskólabíói. Efni fundarins er íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar, spurt er hvað fór úrskeiðis og fjallað verður um hriplekt lagaumhverfi og veikar eftirlitsstofnanir.
Eftir uppgang mannsins mun RÚV sýna amerískan velling, sem ber nafnið -Sporlaust- og þar á eftir kemur splunkunýr, amerískur vellingur, ER (1-19), sem íslensk þjóð þekkir sem Bráðavaktina og hugsanlega verður þessi nýja þáttaröð í boði SALT Investment, hver veit. Svo er auðvitað dagskránni slúttað með endursýndu Skaupi og Kastljósi.
Í mínum huga er RÚV ekki alveg að skilja hlutverk sitt þessar vikurnar og spurning, hvort þjóðin verði ekki að mæta uppí Efstaleiti og fá beinan aðgang að þessari eign sinni og út- og sjónvarpa SÍNUM óskum og SÍNUM veruleika...
Hálft prik fyrir RÚV...
Borgarafundur í Háskólabíói í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fær jólasveinninn að tala?
Ástþór Magnússon Wium, 12.1.2009 kl. 12:30
ameríski heilaþvotturinn má ekki víkja...
SM, 12.1.2009 kl. 13:22
„Fundurinn verður tekinn upp og sýndur í Sjónvarpinu með íslenskum texta að loknum seinni fréttum á miðvikudagskvöldið kemur.“ Fréttir RÚV
Emil Hannes Valgeirsson, 12.1.2009 kl. 14:03
Hálft prik fyrir RÚV...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 12.1.2009 kl. 14:11
Segðu svo að þú hafir ekki áhrif - að minnsta kosti til hálfs. En við fögnum uppgangi mannsins.
Emil Hannes Valgeirsson, 12.1.2009 kl. 14:28
Ok ! Ég ætlaði einmitt að skrifa pistil um sama málefni en nú þarf ég þess ekki. Betra seint en aldrei hjá RÚV.
Anna Einarsdóttir, 12.1.2009 kl. 17:39
Hluti frummælenda mun flytja mál sitt á ensku og svo mun hugsanlega mæta á svæðið sjálfur InSane-Claus...mjög skerí.
Því miður verð ég fjarri góðu gamni og alvöru...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 12.1.2009 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.