4.3.2009 | 18:21
Hvað getur maður sagt?
Á sama degi og Borgarahreyfingin mætir á sviðið í Iðnó, þá lenda fjórar F-16 vélar á Keflavíkurflugvelli og meðfylgjandi 50 danskir hermenn til að sinna loftrýmiseftirliti fyrir gjaldþrota þjóð.
Er það ekki frétt?
Ísland líkist fyrrum Afríkunýlendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2009 | 12:47
Rauðglóandi símar og grænt skyr...
Á kynningarfundi orkufyrirtækja í HÍ í morgun var slett grænni skyrsúpu á kynningarfulltrúa.
Er það ekki frétt?
Þúsundum vísað úr HÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 18:44
Smástirnið 2009 DD45 fór hjá í gær.
Fjölmiðlar eru svo uppteknir af því að halda vöku fyrir fólki með fréttum af ástandinu, að smástirni einsog það, sem fór ansi nærri Jörðu í gær, fær nánast enga athygli.
Missa svefn vegna ástandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 07:49
Frábært að lesa svona frétt í upphafi dags.
Annars eru þessar 05:30 fréttir mbl.is, gjarnan af fjársukki landans, merkilegt fyrirbæri. Þær einhvern veginn líða hljóðlaust hjá í skjóli nætur.
Og svo sjá menn ekki ástæðu til að birta enn eina fimmþúsundkalla-myndina með fréttinni, en Eyjan.is bætir úr því, þ.e. hún birtir mynd af fjarskyldri frænku sinni, Tortola, hvar pálmatré vaxa og seglskútur kljúfa hafflötinn...
Upplýst um skattaskjólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 17:21
Bókasótt.
B Æ K U R
Æ K U R B
K U R B Æ
U R B Æ K
R B Æ K U
Reyfarakaup á bókamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 12:29
Kom við í Blómavali í gær
og keypti nokkur fræbréf. Veit ekki alveg afhverju, því engan á ég jarðskikann.
Og þá er það tengingin við þessa frétt. Hver er hún? Jú, hún er sú, að mér líður einsog Unga tunga í ævintýrinu og mér finnst himinninn vera við það að hrynja. Þess vegna leið mér betur með nokkur fræbréf í vasanum og líka þá staðreynd, að í einu bréfi eru allt að tvö þúsund gulrótarfræ...
62 milljarða dala tap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2009 | 11:08
Þetta efni er svo eldfimt
að ég treysti mér ekki til að fjalla um það á þessum vettvangi.
Vil bara nefna, að í æsku voru uppáhaldssöngkonur mínar þær Helena Eyjólfs og Svanhildur Jakobs.
Á laugardaginn sá ég Helenu á sviði í Iðnó syngja -Hvítir mávar- og nú áðan var Svanhildur að spila gömul, norsk dægurlög á Rúv.
Ísland hefur lítið breyst á undanförnum áratugum og mitt litla barnshjarta veit ekki, hvort það eigi að gráta eða hlægja...
Óhamingja í æsku tengd veikindum á fullorðinsárum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)