Hvað getur maður sagt?

Á sama degi og Borgarahreyfingin mætir á sviðið í Iðnó, þá lenda fjórar F-16 vélar á Keflavíkurflugvelli og meðfylgjandi 50 danskir hermenn „til að sinna loftrýmiseftirliti“ fyrir gjaldþrota þjóð.

Er það ekki frétt?

islenskt_loftrymi.jpg


mbl.is Ísland líkist fyrrum Afríkunýlendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauðglóandi símar og grænt skyr...

Á kynningarfundi orkufyrirtækja í HÍ í morgun var slett grænni skyrsúpu á kynningarfulltrúa.

Er það ekki frétt?

rautt_graent.jpg

 


mbl.is Þúsundum vísað úr HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smástirnið 2009 DD45 fór hjá í gær.

Fjölmiðlar eru svo uppteknir af því að halda vöku fyrir fólki með fréttum af „ástandinu“, að smástirni einsog það, sem fór ansi nærri Jörðu í gær, fær nánast enga athygli. 


mbl.is Missa svefn vegna ástandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært að lesa svona frétt í upphafi dags.

Annars eru þessar 05:30 fréttir mbl.is, gjarnan af fjársukki landans, merkilegt fyrirbæri.  Þær einhvern veginn líða hljóðlaust hjá í skjóli nætur.

Og svo sjá menn ekki ástæðu til að birta enn eina fimmþúsundkalla-myndina með fréttinni, en Eyjan.is bætir úr því, þ.e. hún birtir mynd af fjarskyldri frænku sinni, Tortola, hvar pálmatré vaxa og seglskútur kljúfa hafflötinn...


mbl.is Upplýst um skattaskjólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókasótt.

B Æ K U R

Æ K U R B

K U R B Æ

U R B Æ K

R B Æ K U


mbl.is Reyfarakaup á bókamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom við í Blómavali í gær

og keypti nokkur fræbréf.  Veit ekki alveg afhverju, því engan á ég jarðskikann.

Og þá er það tengingin við þessa frétt.  Hver er hún?  Jú, hún er sú, að mér líður einsog Unga tunga í ævintýrinu og mér finnst himinninn vera við það að hrynja. Þess vegna leið mér betur með nokkur fræbréf í vasanum og líka þá staðreynd, að í einu bréfi eru allt að tvö þúsund gulrótarfræ...

last_roll_-_1_804060.jpg

 


mbl.is 62 milljarða dala tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta efni er svo eldfimt

að ég treysti mér ekki til að fjalla um það á þessum vettvangi.

Vil bara nefna, að í æsku voru uppáhaldssöngkonur mínar þær Helena Eyjólfs og Svanhildur Jakobs.

Á laugardaginn sá ég Helenu á sviði í Iðnó syngja -Hvítir mávar- og nú áðan var Svanhildur að spila gömul, norsk dægurlög á Rúv.

Ísland hefur lítið breyst á undanförnum áratugum og mitt litla barnshjarta veit ekki, hvort það eigi að gráta eða hlægja...

gaukar_sma2.jpg 


mbl.is Óhamingja í æsku tengd veikindum á fullorðinsárum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband