Flóðið mikla...

Fyrir 12-14 árum var sagt frá því í íslenskum fjölmiðlum, að hvalbein hefðu fundist í hlíðum Akrafjalls.  Beinin fundust í 70 metra hæð yfir sjávarmáli og þau talin 10-11 þús. ára gömul.

Því miður hef ég ekkert í hendi, sem styður þessa frétt, mundi bara eftir þessu, er ég las þessa frétt frá Svíþjóð, en það er full ástæða til að ath. þetta nánar, því margt bendir til að gríðarlegt flóð hafi átt sér stað fyrir 10-12 þús. árum og styðja „þjóðsagnakenndar“ frásögur fornra menningarþjóða þá kenningu.

Hvað olli þessum hamförum er svo annað mál...

whalebone1_857021.jpg


mbl.is Fundu 10 þúsund ára gömul hvalbein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Landið í Skandinavíu og á Íslandi mun hafa hækkað mikið frá því um lok Ísaldar þegar ísaldarjökullinn var nýhorfinn og landið ekki búið að jafna sig eftir allt jökulfargið. Held þetta sé líklegra heldur en miki flóð, allavega á okkar slóðum. Þessi flóð sem þú talar um gætu hafa átt sér stað við Miðjarðarhafið eða á þeim slóðum og gætu líka tengst ísaldarlokum.

Emil Hannes Valgeirsson, 3.6.2009 kl. 11:07

2 identicon

Ef þú ert að reyna að bendla þessu við þjóðsöguna um nóaflóðið úr bíblíunni þá er það vonlaust. í fyrsta lagi er jörðin 6000 ára samkvæmt biblíunni. Í öðru lægi mynd sjást setlög eftir þetta flóð um alla jörðina. Nóaflóðið er bara saga sem aldrei gerðist.

Óli (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband