22.5.2009 | 10:07
Fagur fiskur úr sjó...
Í gærkvöldi fórum við nokkrir félagar á sjó og lögðum upp frá Hafnarfirði. Vorum við með sjóstöng og er óhætt að segja, að sjórinn er stútfullur af lífi, vaðandi sandsíli og þorskurinn vænn og feitur.
Nú er bara að vinda sér í fiskibollugerð...
Góður afli og vænn fiskur hvarvetna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta sýnir svo ekki verður um villst að kvótakerfið er að virka til uppbyggingar fiskistofnana.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 11:02
Ef þetta væri nú rétt hjá þér Ómar þá er Hafró búið að stja líffræðilegt heimsmet. Og þá með því að geyma óveiddan þorsk á fiskimiðunum og skammta hann svona ámota og þegar vörur eru afgreiddar á brettum út af lager.
Sannleikurinn er hinsvegar sá að flestir sjómenn hafa séð mismunandi mikil merki þess að þoskurinn sé að éta afkvæmi sín vegna skorts á æti.
Kvótakerfið svínvirkar til að mynda skortstöðu og hækka leiguverð á kvótanum til ábata fyrir kvótaeigendurna. Þessvegna óttast LÍÚ ekkert jafn mikið og ef kvóti yrði aukinn og handfæraveiðar gefnar frjálsar.
Árni Gunnarsson, 22.5.2009 kl. 11:58
Gvuð blessi Ísland og kvótakerfið og veðsetningarmöguleika þeirra beggja!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 22.5.2009 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.