9.4.2009 | 12:13
Ótrúlega ljótt hús, Valhöll
og lítill er hallarsvipurinn á kofanum og lágt á honum risið og minnir mig reyndar alltaf á aðra forljóta byggingu, sem meitluð er í huga Íslendinga, en það eru höfuðstöðvar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Réttast væri að nota þennan 55 milj. kr. styrk til að jafna Valhallarkofann við jörðu eða breyta húsinu í safn. Gæti verið nefnt -Hrunminjasafnið- eða uppá enskuna "The Great Icelandic Collapse Museum".
Styrkir endurgreiddir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér reiknast svo til að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að leggja FLokkinn niður.
Anna Einarsdóttir, 9.4.2009 kl. 13:07
Nú er aumingja FLokkurinn í panik og biður vinveitta „að leggja lóð á vogarskólarnar“
Gvuð blessi Ísland og blessuð sé minning FLokksins!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 9.4.2009 kl. 13:14
vel athugað hja þér. Þeir sem hugsa í kössum byggja svipað. Annars hef ég alltaf gaman að tölfræðinni, þrjár raðir af 6 gluggum, eða 666.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.