Fljótsprottinn gróði...í boði YouTube.

Fréttir undanfarinna vikna af upptöku lögreglunnar á þúsundum kannabisplantna er með ólíkindum.  Það er sem yfirvöld hafi snögglega fengið lyktarskynið en er það svo?

Íslendingar eru gjarnir að fá sömu gróðahugmyndirnar á sama tíma og held ég að það gildi um þessa ræktun einsog svo margt annað þar sem gróðafíknin blindar menn.

Yfir 50 einstaklingar hafa verið handteknir vegna þessara „ræktunarmála“, sumir góðkunningjar lögreglunnar en aðrir „nýir í bransanum“.  Þá kem ég að því, sem ég ætlaði að benda á og það er, að á YouTube er að finna ógrynni myndbanda um kannabis og sum hver beinlínis hægt að flokka sem „kennsluefni“ í ræktun plöntunnar og spurning hvort sá tími muni renna upp fyrr en síðan, að þessi myndbönd verði fjarlægð af Netinu.  En vinnst e-ð við það?  Held ekki...  (á YouTube HÉR)


mbl.is 180 kannabisplöntur teknar í Sandgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki nokkuð augljóst að það eru mjög margir Íslendingar sem reykja Kannabis. Líklega annar- eða þriðjihver maður af fjölda plantnanna sem hafa verið gerðar upptækar að dæma. Það eru ekki einungis fársjúkir sprautufíklar sem nota kannabis, eins og ýjað var að í frétt hérna um daginn, heldur sérðu líklega marga og hefur samskipti við á hverjum einasta degi sem þig hefði ekki grunað að væri "hasshaus".

Hvort sem kannabis verður lögleitt eða ekki, mun það ekki breytast á næstunni og fólk mun halda áfram að vera ósammála lögunum. 

Matthías (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 21:42

2 identicon

Ég held að hér á landi hafi þessi ræktun verið stunduð að kappi seinustu 5 - 7. Bæði hefur lögreglan betri tækni og vitneskju til að  uppræta slíka framleiðslu og hefur það borið þann árangur sem við sjáum í dag. Þegar hipparnir voru að reykja sitt gras í kringum 1965 - 1975 var það allt önnur afurð heldur en við sjáum í dag. Nú hefur þessu verið breytt svo um munar. Gras í dag er í raun ekki gras, heldur skunkur. illa lyktandi kattarhladslykt sem fer ekki leynt með. Ég veit að slík afurð hefur mun meiri skaðleg áhrif heldur en gamla hippa grasið. Þannig ef lögleiða ætti kannabis á Íslandi myndi ég vera á móti. Það getur ekki verið að jafn sjóvgandi lyf hafi góð áhrif til langstíma litið ! Takk fyrir

Tómas (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 21:54

3 identicon

Skaðarökin virka ekki, því nú þegar eru skaðlegri vímuefni lögleg.

Matthías (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 23:00

4 identicon

Eða skaðsemisrökin... Gildir einu hvað þetta er kallað. Þetta eru veik rök fyrir lögbanni eins og staðan er í dag. Ef þetta væru rökin fyrir banninu, þá væru stjórnvöld ekki samkvæm sjálfum sér, því það eru svo margir hlutir sem geta verið slæmir í óhófi og skaðlegir sem nú þegar eru löglegir.

Matthías (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 23:05

5 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Svo lengi sem maðurinn gerir sér ekki grein fyrir tilgangi sínum í þessu jarðlífi, þá mun hann sækjast eftir hugbreytandi efnum. Punktur.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 3.4.2009 kl. 23:08

6 identicon

Er það þekkt að einstaklingur undir áhrifum kannabis skaði aðra? Held að áfengi geri fólk mun ruglaðara....

Kolbrún (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 23:47

7 identicon

Einstaklingar undir áhrifum kannabis eru yfirleitt mjög rólegir og friðsælir.  Fólk verður ruglaðra og ofbeldisfyllra af áfengi.

Þórdís (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 00:46

8 identicon

Ég held að Kannabis verði lögleitt fyrr eða síðar, fólk mun ekki trúa lyginni í kringum þessa plöntu að eilífu.

Matthías (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband