Who killed the electic car?

Heimildarmynd, sem allir verða að sjá.  Fyrir meira en tíu árum setti GM rafmagnsbíl á markað í Kaliforníu og lofaði „tilraunin“ góðu, svo góðu, að nokkrum árum seinna innkölluðu þeir alla bílana.  Þessi mynd vekur upp margar spurningar um hvernig „kerfið“ virkar, hvernig vistvænum og sjálfsögðum umbótum er haldið í skefjum og maður spyr sig: í þágu hverra?

GoogleVideo: Who Killed The Electic Car?

who-killed-ec-01.jpg


mbl.is Rafmagnsbílar sækja á þrátt fyrir kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Viltu ekki kynna þér heimildarmyndina fyrst, Guðjón, áður þú fellir kraftlausa dóma.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 29.3.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Það var eftirspurn eftir bíl GM en samt tóku þeir hann af markaði. Ég efast ekkert um að GM hafði góðar ástæður fyrir þessu en þeir eru ekki að láta þær uppi. Í það minnsta hef ég ekki séð þær. Það sem er ljóst er að þeim (og öðrum) tókst að þrýsta burtu mengunarlöggjöf í Kaliforníu sem gerði lagalega þörf fyrir rafmagnsbílinn að engu.

Auðvitað er samsæri í gangi þar sem viðskiptaleynd er við líði, það er ekki endilega af hinu slæma en það er morgunljóst að margar ákvarðanir eru teknar í skjóli viðskiptaleyndar og annarskonar leyndar sem ekki þola dagsins ljós og er í þágu hagsmunaaðila en ekki almennings. Að halda öðru fram er bara krakkaskapur.

Hlutafélög hafa það að markmiði að hámarka gróða sinn og bera til þess ábyrgð gangvart hluthöfum og ekki almenningi. Það hefur margoft sýnt sig að hagsmunum almennings er bara ekki óhætt í höndum þessara sjónarmiða. Ef svo væri þyrftum við til að mynda ekki innihaldslýsingar á matvæli, gætum bara treyst framleiðendum fyrir því að þetta væri í lagi án þess að taka af þeim óbeint loforð um að innihaldslýsing sé sönn.

 Það er tapast slatti af orku við að hlaða rafhlöðurnar osfrv. (orkuþéttleiki) en fyrir okkur íslendinga þá þessi orka innlend og það má alveg ljúga því að mér að það væri búbót fyrir okkur hér á landi að sem flestir notuðu rafmagnsbíla. Það að rafbílar verði aldrei jafngóðir og aðrir bílar er háð aðstæðum, samengi og tækni hvers tíma. Aldrei er bara fullt sterkt orð í því sambandi.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 30.3.2009 kl. 17:31

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Vil í þessu samb. benda á sögu Stan Meyers og vélina, sem hann fann upp og gekk fyrir vatni!  Stan þessi var myrtur einsog svo margir góðir menn...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 30.3.2009 kl. 19:04

4 identicon

Það má líka benda Guðjóni á það að við sem höfum áhuga fyrir framtíð rafmagsbílsins og viljum það sem kost framtíðarinar látum ekki gera grín af okkur með yfirbyggðum slátturvélum eins og REVA.  Það er vel hægt að gera almennilega rafmagnsbíla eins og TESLA Motors eru að sýna með verkum sínum, eina sem þarf er að þeir geri kanski almúga bíl sem er ekki byggður á bílum eins og Lotus og Maserati heldur einhverjum almúga bíl eins og Corolla eða Avensis.  Svo ef að hann færi 0-100 á 8 til 10sec í staðin fyrir geðveikar 4sec þá mætti bæta drægnina á rafhlöðunum og hafa jafnvel minni mótor sem skilar honum kanski í 150 í stað 220kmh og þá enþá fleiri nothæfa kílómetra á vegi.

Ég hvet alla til að horfa á þessa mynd sem var talað um hér að ofan afþví að það er talsvert meira en bara samsæriskenning í henni, fullt af fróðleik til dæmis.

Stebbi (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:08

5 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Til þess að keyra á vatni vantar nýja eðlisfræði. Í það minnsta vatnsbíl eins og Meyer var á. Hann klauf vatn í vetni og súrefni og brenndi vetnið til að knýja bílinn. Við brunann verður svo til vatn aftur. Til þess að taka orku út úr þessu ferli til að knýja bílinn áfram þá þarf að myndast meyri orka við að breyta vetni og súrefni í vatn heldur en kostaði að kljúfa vatnið í vetni og súrefni sem brýtur lögmálið um varðveislu orkunnar. Auka orkan þarf því að koma úr rafhlöðum sem nóg var af í bílnum.

Kallinn var þó með áhugaverða græju til að skilja sundur súrefni og vetni sem notaði hátíðni háspennu til rafgreiningarinnar frekar en rafstraum sem ef til vill er nýtnari en venjuleg rafgreiningartól, ég bara veit það ekki :)

Ef þessi sella hans var svona rosalega sniðug að ná vetni og súrefni í sundur fyrir minni orku en það losar að blanda þeim saman aftur þá hef ég ekki séð það. En kemur vonandi í ljós fljótlega þar sem hópur fólks sem kallar sig "The Orion Project (www.theorionproject.org)" hafa nýlega keypt Meyer bílinn með öllu hafurtaski og munu þá skoða hann með tæknimönnum og sjá hvort eitthvað nýtt hafi verið á ferðinni hjá kallinum.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 31.3.2009 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband