28.3.2009 | 13:59
Segir hver?!
Þessi grein í Guardian í dag segir allt, sem segja þarf um sjálfhverfu stórstirnanna.
Það er með ólíkindum hvað fréttir af og um þetta fólk fær mikið rými í íslenskum fjölmiðlum meðan land og þjóð stefnir hraðbyri til helvítis...
Deilt um fyrirhugaða ættleiðingu Madonnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ópíum fyrir fólkið. Það er eitt af grundvallaratriðum kapitalismans.
Bergur Thorberg, 28.3.2009 kl. 14:08
Við förum nú tæplega til helvítis á meðan ágætir landsfundargestir sjálfstæðisflokksins sjá sjálfir um að týna af sér atkvæðin.
Ég hef annars aldrei fattað þetta séð & heyrt dæmi í fréttaflutningi. Hverjum finnst gaman að vita að Páll Óskar borðaði á Svörtu pönnunni ? Skil´ða´ekki.
Anna Einarsdóttir, 28.3.2009 kl. 23:19
Þessi „stefna“ fjölmiðla að halda stöðugt að almenningi „fréttum“ af þessu fólki er ekkert annað en vanvirðing og úthugsuð fjöldadáleiðsla með það að markmiði að halda fjöldanum niðri og á mottunni. Í raun verið að segja: Þú ert skríll!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 29.3.2009 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.