27.3.2009 | 17:50
Fundin pappírskróna (norsk).
Í dag kíkti ég í kaffibolla til móður minnar. Oftar en ekki við slík tækifæri, þá dregur hún gjarnan fram einhver gömul plögg s.s. bréf ýmis konar og ljósmyndir. Allt þetta gamla dót geymir hún í möppum og litlum kössum og í dag dró hún fram einn slíkan. Í kassanum, innan um gömul fæðingar- og giftingarvottorð, voru gamlir peningaseðlar, þ.á.m. þessi norski krónuseðill frá árinu 1944.
Er ég handlék þennan litla bleðil, þá fór um mig einhver einkennileg tilfinning og eftir sat hinn mikli efi; hefur tilveran ætíð snúist um peninga og verður svo um ókomna framtíð?
Sniðganga gjaldeyrishöftin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekkert skrýtið að gjaldeyrishöftin séu sniðgengin, á meðan 150 krónur fást fyrir 1 evru hjá Seðlabankanum, en 260 krónur fyrir 1 evru erlendis. Við búum við falskt gengi, sem varið er með höftum.
Jakob Falur Kristinsson, 27.3.2009 kl. 18:07
... hjá sumum snýst tilveran eingöngu um peninga... en við erum ekki sumir Ásgeir...
Brattur, 27.3.2009 kl. 20:00
Segi nú bara einsog sumir: „En hún snýst nú samt“.
Ásgeir Kristinn Lárusson, 27.3.2009 kl. 20:30
Edda Rós bullar enn.Hún er ein af landráðamönnunum sem talaði niður krónuna!!!!!!!
Anna (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 20:55
þetta er bullfrétt a.m.k. að einhverju leiti , evrópski seðlabankinn hætti að uppfæra gengisskráningu á islensku krónunni 9. des 2008, eftir það hafa bankar í evrulandi a.m.k ekki verið með íslenska seðla til sölu, en bankar sem i löndum sem liggja að evrulandi t.d. Svíþjóð verið með seðlagengi svipað og Seðlabankinn hér, þeir verða nefnilega að kaupa seðlana hjá Íslensku bönkunum á skráðu gengi hér, svo ef þeir skifta evru í 230 íslenskarþá eru þeir að borga mismuninn sjálfir
Bjössi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.