11.3.2009 | 20:50
Hvaðan komum við? Hvert förum við?
Síðan þessi frétt var birt í febrúar, þá hefur mannkyni fjölgað um nokkrar milljónir.
Þeirra barna, sem fæðast til þessa heims, bíður flestra heimur hungurs og fáfræði, heimur græðgi og taumlausrar vanvirðingar fyrir dulmögnun lífsins.
En grípur Jörðin sjálf til sinna ráða til að sporna við eyðileggingunni og þá með enn meiri hamförum? Þeir atburðir hafa oft gerst á langri vegferð Jarðar um óravíddir alheims.
Sumir telja reyndar að styttist í slíka atburði, en hver veit? Ekki veit ég það...
Jarðarbúar verða 9 milljarðar 2050 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf að gera ráðstafanir til að bregðast við þessari fjölgun tel ég ljóst.
Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 21:31
Lausnin er í sjálfu sér ekki flókinn, þar sem fólk hefur það gott og hagsæld ríkir það minnkar fólksfjölgunin. Mig minnir að ég hafi séð það einhverstaðar að í Evrópu séu Albanía og Ísland einu löndin þar sem fólksfjölgun á sér stað þegar búið er að taka út áhrif innflytjenda og Ísland er bara rétt á mörkunum.
Einar Steinsson, 12.3.2009 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.