YFIRMENN FJÖLMIÐLA Í BOÐSFERÐ NATO

Morgunblaðið sér ekki ástæðu til að greina frá þessari boðsferð. Það gerir hins vegar DV.

Finnst íslenskum almenningi „eðlilegt“ að vera spyrt við hernaðarbandalag og þar með vera þátttakendur í blóðugum stríðsrekstri um víðan völl?  Það finnst mér ekki.

Og NATO hyggur á frekari landvinninga ásamt stríðsherrum og meðreiðarsveinum sínum, Bandaríkjamönnum.

Þessi mál og „friðargæslu“ á kannski að lepja oní íslenska fjölmiðlamenn yfir freyðivíni og kavíar í Brussel.  Í mínum huga eru þetta ekkert annað en mútur og lýsir undirlægjuhætti þjóðar með lélega sjálfsmynd.

maps-of-world-nato-member-countries.gif

 


mbl.is Fogh sagður hafa lýst áhuga á NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Leitt að sjá fordóma þína gagnvart því bandalagi, sem tryggt hefum flestum þjóðum Evrópu frið í nær 60 ár. NATO hefur verið friðarbandalag. Aðgerðir þess í Afganistan eru hins vegar með stuðning bæði hægri-, mið- og hófsamra vinstrimanna í Evrópu. Þar er reynt að halda aftur af talibönum sem beita auvirðilegum árásaraðferðum gegn óbreyttum borgurum og m.a.s. gegn stúlkum á leið í skóla – af því að stúlkur megi ekki stunda skólanám! Þú vilt kannski gefa þessum óþjóðalýð allt landið Afganistan eftir?! Þér finnst það kannski heiðarleg og ábyrg afstaða í veröldinni?

Jón Valur Jensson, 11.3.2009 kl. 10:10

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Með allri virðingu, Jón Valur, þá er þín athugasemd ekki svaraverð.  Þú átt að vita betur.  Eru menn kannski búnir að gleyma gömlu Júgóslavíu og aðkomu NATO að þeim hildarleik? 

Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.3.2009 kl. 10:29

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, það er ég ekki. Málin voru þar snúnari, og ég legg ekki dóm á allt sem þar gerðist, og vissulega brugðust t.d. Hollendingarnir í Srebrenica, en þú talar nú í nútíð í greininni.

Jón Valur Jensson, 11.3.2009 kl. 12:07

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Fortíð, nútíð og framtíð. Allar eru tíðirnar samþættar og skoðist í því ljósi.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.3.2009 kl. 12:17

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Norður-Atlantshafsbandalagið getur minnzt sinna 60 ára með reisn og stolti.

Jón Valur Jensson, 11.3.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband