19.2.2009 | 10:52
Gvuð og eineltið...
Tilraunin í fyrra í Cern mistókst ekki, einsog almenningi var og er talin trú um. Sá rándýri dýrðaljómi, sem sveipaður hefur verið þessu mesta afreki vísindanna er bara blekking.
Kona nokkur, Doreen Ellen Bell-Dotan, er gyðingur og fædd í Bandaríkjunum, en hefur í rúm tuttugu ár búið í Ísrael. Hún fjallar um Cern-tilraunina í myndbandinu, sem er í þremur hlutum, hér fyrir neðan. Skoðanir hennar eru vægast sagt á skjön við flest, sem birtist okkur í viðurkenndum fjölmiðlum.
Myndbönd hennar á YouTube undir heitinu SilverRedIndigo er oft mjög áhugaverð, ekki síst vegna mikillar þekkingar hennar á sögu og móðurmáli sínu, hebreskunni. Þá eru myndböndin hennar mjög svo einföld og heimilsleg í framsetningu og yfirleitt má sjá fatnað ýmis konar og heimilisdót hangandi á vegg í bakgrunninum. Svo er hún auðvitað sannur anarkisti :)
The Large Hadron Collider Worked. A Stable Black Hole Formed - á YouTube HÉR
Hverjir verða fyrstir til að finna „guðseindina“? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.