Misþyrming lífsins.

Í ljósi þeirrar illsku, er heltekur heiminn, þá er sakleysi þeirra nýfæddu barnsaugna, sem daglega uppljúkast, þyngra en tárum tekur.  Flestra þessara barna bíður örbyrgð, andlegt og líkamlegt helvíti.

Hvaðan kemur öll þessi illska, þessi gengdarlausa fyrirlitning á öllu lífi, skefjalaus umhverfisspjöll og mengun um heim allan, sem stefnir lífi í allri mynd til glötunar?

Innst inni vitum við flest svörin við þessum spurningum en þorum ekki að horfast í augu við sannleikann, þorum ekki að taka afstöðu gegn illskunni, með Lífinu.

Í nýrri mynd sinni, KYMATICA, reynir Ben Stewart að varpa ljósi á helsi fortíðar og frelsi framtíðar.  Eftir áhorf myndarinnar er nokkuð ljóst, að mannkyn er á tímamótum, en kannski fyrst og fremst hvert og eitt okkar.  Við þurfum að taka afstöu.

(Í fullri lengd á GoogleVideo HÉR)

 


mbl.is 40% tyrkneska kvenna misþyrmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Hann missti með með Chakra blaðrinu

Páll Jónsson, 12.2.2009 kl. 15:50

2 identicon

Allt í skjóli feðraveldis og mistúlkaðra trúarbragðra

SAMA HVAÐ HVER SEGIR !

PUNKTUR.

ag (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband