28.1.2009 | 10:23
Kvalræði fortíðar.
Bara svo fólk viti það, þá þarf Nýtt Ísland ekki á þessum veiðum að halda.
Það er morgunljóst, að sjávarútvegsráðherfan er undir hæl Kristjáns Loftssonar og annarlegra afla, sem aldrei munu ná landi, ef heilbrigð skynsemi fær að ráða.
Þá er sorglegt í aðdraganda kosninga, að upplifa enn og aftur nálykt pólitískrar spillingar, ömurlegt að hafa á tilfinningunni, að nákvæmlega ekkert sé að breytast.
Við hljótum að spyrja okkur kvölds og morgna: Hvað þarf til að breyta okkar samfélagi til góðs og að þjóðin geti staðið upprétt með sjálfri sér og meðal siðaðra þjóða?
Verði af þessum veiðum, þá legg ég til, að skilyrt verði, að allur hagnaður renni óskertur til Mæðrastyrksnefndar.
Alvarlegt ef ný stjórn bannar hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.