27.1.2009 | 20:56
LANDRÁÐ ehf.
Eftir að hafa horft á Kastljósið og umfjöllun þess um gjörninga Kaupþingsmanna þá líður mér eitthvað svo illa í sálinni. Allt er farið svo gjörsamlega til fjandans af völdum nokkura tuga siðlausra glæpamanna og með fullri velþóknun stjórnmála- og embættismanna.
Mikið óskaplega skil ég þá vel, er vilja bylta þessu þjóðfélagi, brenna stofnanir og fangelsa glæpamenn, vegna þess að þannig líður mér þessa dagana.
Og aldrei var gert ráð fyrir neinni framtíð fyrir börn okkar, aldrei voru þau spurð.
Atlaga felldi íslenska kerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er eigilega að þér ? meira bullið í þér
Haraldur Pálsson, 27.1.2009 kl. 21:03
Ég samkvelst þér!
Jónas Jónasson, 27.1.2009 kl. 21:04
Davíð Oddsson er voða, voða vondur maður! Þetta er allt honum að kenna!
Flosi Kristjánsson, 27.1.2009 kl. 21:30
Já Davíð hefur mikið á samviskunni, það segir þú satt. En hvað með Björgólf-feðga, afhenti Davíð ekki þeim Landsbankann á silfurfati til að þvo.....????. Hvernig stendur á því að ekkert lekur út frá Seðlabankanum eða fjármálaeftirlitinu um þann banka. það er spurning. Icesave er það sem raunverulega gerði Ísland gjaldþrota.
Agusta (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:39
Gott að þú gast skýrt það fyrir okkur Ágústa... þetta var allt saman Icesave að kenna. Þú ætti að koma þessu á framfæri víðar, þetta er svo einföld skýring að hún ætti öllum að vera ljós.
jamm (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:51
Hvurskonar "lúða"komment eru þetta ?
Ég á eiginlega ekki til aukatekið orð yfir því að til skuli vera Íslendingar sem VERJA þá sem komu okkur í þessa stöðu.
Verja sjálfstæðismenn, framsóknarmenn, seðlabankastjóra, fjármálaeftirlit, að ég tali nú ekki um helv*** græðgis-útrásarkallana.
En Ásgeir ! Réttlætinu mun verða fullnægt. Því trúi ég.
Anna Einarsdóttir, 27.1.2009 kl. 23:33
... ég er alveg sammála þér Ásgeir... þetta eru ekkert annað en landráðamenn sem hafa kafsiglt okkur í skuldum og þeir EIGA með handafli ef ekki vill betur, að taka þátt í að greiða þessar skuldir niður...
Brattur, 27.1.2009 kl. 23:35
Já, þau eru mörg æxlin í okkar litla samfélagi - þetta hefur einhvern veginn æxlast svona í allri græðgisvæðingunni, því miður...
En það eru til lausnir og þær er ekki að finna hjá spillltum ráðamönnum og taglhnýtingum þeirra.
Lausnirnar er að finna hjá fólki, sem þyrstir eftir réttlæti og jöfnuði og SÖNNUM lífsgæðum, ekki bara okkur til handa, sem nú lifum, heldur enn frekar komandi kynslóðum.
Ásgeir Kristinn Lárusson, 28.1.2009 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.