20.1.2009 | 21:32
Seinni hálfleikur hafinn.
Í rúma þrjá mánuði hefur fólk safnast saman á laugardögum á Austurvöll til að mótmæla og krafist þess að ríkisstjórn, stjórnir Seðlabanka og FME og hið gamla/nýja spillingalið bankanna víki.
Ekkert hefur breyst, sama liðið heldur enn í sínum hroka um stjórnvölinn, situr enn að sínum kjötkötlum.
Í dag hófst seinni hálfleikur mótmæla og af fullum krafti. Ef stjórnvöld grennslast ekki fyrir um sinn vitjunartíma í lok þessa dags og í kjölfarið stíga til hliðar fyrir nýju fólki, nýju og réttlátara Íslandi, þá verður þeim mjög fljótlega hjálpað til þess svo eftir verður tekið.
Mannfjöldi á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég styð ekki eggjakast á lögregluna eða þinghúsið. Ég vil að ríkissjórnin fái starfsfrið.
Bara svo að þú vitir að það er fólk með andstæðar skoðanir við þínar.
Kalli (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:43
Það er þó byrjun, Kalli (IP-tala), að þú hafir skoðun. Ef þú vilt skoðanaskifti af einhverju viti, þá skaltu koma fram undir fullu nafni.
Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.1.2009 kl. 21:53
Það eru nokkrir sjálfstæðismenn sem sitja um blogg og gera athugasemdir með þeirra hætti. Ég er með tillögu, hættum að versla við eða kaupa þjónustu frá fyrirtækjum sem sjálfstæðismenn eiga. Merkjum dyrnar þar "Varúð - óvinir þjóðarinnar."
Bara, tillaga.
Olafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:55
Það væri gott ef fólk byrjaði morgundaginn á því að segja upp áskrift sinni að Stöð 2. Í kvöld sýndu þeir drottnigarviðtal við Bjarna Ben. Þar kom víst fram að hann væri slakur í uppvaskinu!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.1.2009 kl. 22:00
Við tökum þátt í seinni hálfleiknum. Ekki spurning !
Anna Einarsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.