20.1.2009 | 10:59
Gjaldþrot til lands og sjávar.
Mann setur hljóðan yfir þeirri holskeflu válegra frétta af gjörsamlega vanhæfri stjórnun þessa lands undanfarin misseri. Klúðrið er svo umfangsmikið, ekki bara í milljörðum talið, heldur þátturinn, sem beinlínis stjórnaðist af græðgi og spillingu örfáum til handa en heilli þjóð til varanlegs miska.
Íslenskur sjávarútvegur er gjaldþrota og þetta síðasta útspil ráðherra er óskiljanlegt. Sjá HÉR.
Það er soldið síðan það rann upp fyrir mér, hvers vegna fiskneysla landans er ekki meiri en raun ber vitni. En er ekki lag nú til að snarauka fiskneyslu innanlands. Ekki mun þjóðinni veita af hollum og næringarríkum mat á komandi átakatímum...
Frystigeymslur stútfullar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.