„Heyr mína bæn“

-Enginn ávinningur, þóknanir eða greiðslur hafa runnið til mín eða félaga í minni eigu vegna þessara viðskipta-, segir „fjárfestirinn“ Ólafur.  En hvað með konu hans, skyldi hún vera skáð fyrir einhverjum félögum eða EHFum?

Vel á minnst, slétt tvö ár eru síðan Óli hélt uppá fimmtugs afmæli sitt með eftirminnilegum hætti og sú veisla var einn af toppum „útrásarruglsins“.  Umfjöllun á visir.is frá 19.1.´07 HÉR.

(Með þeim hjónum á mynd er annar yfirlýstur fjárfestir, S. Einarsson.)

ekki_elton_john.jpg

 

 

 

 


mbl.is Ólafur segir engan hagnað hafa runnið til sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aliber

Skemmtilegt að segja frá því að þessi mynd er tekin við stofnun velferðarsjóðsins Áróru, sem þau hjónin settu milljarð króna í. En það verður einmitt úthlutað úr sjóðnum í næsta mánuði, gaman að sjá hvernig okkur bloggurunum tekst að snúa því upp í neikvæðni... Ég skal gera mitt besta allavega.

Aliber, 19.1.2009 kl. 14:53

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Bill & Melindu Foundation komplexinn „hrjáir“ margan auðmanninn...kemur vel út skattalega séð, eða þannig.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 19.1.2009 kl. 15:21

3 Smámynd: Aliber

Ég sé ekki hvernig sjóður á Íslandi kemur sér vel fyrir mann (og konu) sem greiða skatta erlendis.

Fæ ég skattaafslátt hérna heima ef ég gef í góðgerðarmál á frakklandi af bankareikning mínum þar?

En jú það er rétt... Fólk sem gefur í góðgerðarmál eru bara að reyna að friða samviskuna og fela syndir sínar. Ég ætla aldrei að gefa t.d. í barnahjálp... Það  er bara fyrirsláttur og rugl hef ég heyrt. Best að fá sér bara nýjan gemsa eða kaupa ný skíði. 

Aliber, 19.1.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband