14.1.2009 | 13:41
mbl.is alltaf í boltanum...
Ekki veit ég lengur í hvaða deild á að flokka fréttaflutning mbl.is af Gaza. Textinn, sem fylgir myndinni af gjöreyilögðum leikvelli, segir það, sem segja þarf um þennan óskiljanlega fréttaflutning: Rafah leikvangurinn á Gaza svæðinu eftir sprengjuárás Ísraelshers. Þarna verður ekki leikin knattspyrna í bráð.
Ísraelsmenn eru með aðgerðum sínum á Gaza að spila sinn síðasta leik á alþjóða vettvangi. Þeir fá í framtíðinni ekki einu sinni að verma varamannabekkinn. Þeim verður endanlega vísað af leikvelli.
Hér fyrir neðan er viðtal við Eric Margolis á RealNews um Hamas. Annar hluti er HÉR.Sá þriðji HÉR.
Þrír þekktir palestínskir knattspyrnumenn fallnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér er slóð á vefmyndavél, sem sýnir stöðugt frá Gaza. http://switch3.castup.net/cunet/gm.asp?ai=386&ar=NanaTV01&dr=02:30:00%20-%202k%20-
Raunar bara einn vinkill af takmörkuðu svæði, en í rauntíma.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2009 kl. 14:21
Takk fyrir þetta, Jón Steinar - við lifum á raun-tímum...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.1.2009 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.