Óeirðir vegna kreppu í Reykjavík.

Þúsundir manna tóku þátt í mótmælum við þinghúsið í Reykjavík, höfuðborg Íslands, í dag. Þeir kröfðust afsagnar stjórnarinnar og tafarlausra kosninga vegna efnahagskreppu í landinu.

Lögreglan áætlar að um 10.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum. Eru þetta ein fjölmennustu mótmæli á Íslandi frá því að landið fékk sjálfstæði frá Danmörku árið 1944.

Langflestir mótmæltu með friðsamlegum hætti en til átaka kom milli hundraða ungmenna og lögreglumanna sem vörðu þinghúsið. Mótmælendurnir köstuðu grjóti og brutu rúður. Lögreglumenn beittu táragasi og kylfum.

Að sögn lögreglu voru nær 100 mótmælendur handteknir og þrír lögreglumenn slösuðust. Skipuleggjendur mótmælanna fordæmdu ofbeldið en sögðu að óeirðirnar sýndu að stjórnin yrði að segja af sér.

Ísland gekk (ekki) í Evrópusambandið árið 2004 og mikill hagvöxtur hefur verið í landinu þar til á síðasta ári. Talið er að landsframleiðslan hafi minnkað um 1,5-2% á síðasta ári og gert er ráð fyrir að samdrátturinn verði 5-8% á þessu ári.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur veitt Íslandi lán að andvirði 7,5 milljarða dollara. Þing landsins hefur samþykkt sparnaðaraðgerðir og minnkað ríkisútgjöldin verulega, meðal annars lækkað laun ríkisstarfsmanna um allt að 15%.

Auk þingkosninga vilja mótmælendurnir uppstokkun á flokkakerfinu.

sign.jpg


mbl.is Óeirðir vegna kreppu í Riga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Miklu nákvæmari umfjöllun um Riga en Reykjavík.  Þetta er nú ekki í lagi !  

Anna Einarsdóttir, 13.1.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Umfjöllun - er það, þegar fjallið kemur til Múhameðs - eða öfugt?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.1.2009 kl. 00:04

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Sama hugmyndafræði, sama niðurstaða...

Héðinn Björnsson, 14.1.2009 kl. 00:33

4 Smámynd: Ingvar Þórisson

...ein fjölmennustu mótmæli síðan Ísland gerðist stofnaðili að Nató 30. mars 1949.

Við fylgjumst með ... og þurfum ekki að brjóta rúður ... En ef það er það sem virkar

þá munar ekkert um að glerja eitt hús.

Ingvar Þórisson, 14.1.2009 kl. 01:21

5 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Góð færsla!

Sóley Björk Stefánsdóttir, 14.1.2009 kl. 10:00

6 Smámynd: SM

íslendingnum virðist vera sama, ef hann kemst á útsölur þá er hann ánægður.

SM, 14.1.2009 kl. 11:18

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ísland fékk reyndar sjálfstæði frá Danmörku árið 1918. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.1.2009 kl. 14:04

8 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Alveg rétt, Sigurður. Ég ruglaði þessu óvart saman við hina geysivinsælu skyndirétti frá SS fyrir sjálfstæða Íslendinga 1944...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.1.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband