4.1.2009 | 22:12
-Operation Cast Lead-
kallast þessi þaulskipulagða, grimmilega árás Ísraelsmanna á Gaza. En hvað býr að baki svona nafngiftar og hvers vegna blý? Tengingin við Satúrnus og blý er einnig merkileg og í sem stystu máli verður ekki annað séð en að hér séu á ferðinni blóðfórnir djöfladýrkenda og það með velþóknun vina og trúbræðra í BNA.
Það verður bara að kalla hlutina réttum nöfnum.
Æfðu innrásina í átján mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hernaðurinn við Hamas byrjaði á Hanukka, hátíð þar sem þess er minnst að gyðingar endurheimtu Jerúsalem og endurbyggðu musteri sitt eftir að það hafði verið eyðilagt.
Í gamalli vísu úr Austurevrópu er sungið um að kasta litlum skopparakringlum (Dreidels) sem oft voru steyptar í blý. Börn léku sér að slíkum "kringlum" á Hanukka-hátíðinni.
Svo allt rugl þitt um djöfla og blý bræðist á þig og á orðahalann þinn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 08:34
Vilhjálmur, það er mér mikill heiður að hafa „töfrað fram“ athugasemd frá þér. Að kasta dreidel er nú meira en saklaus leikur barna þar sem hildarleikurinn á Gaza er annars vegar. Hins vegar bendir nafngift „aðgerðarinnar“ til þess, að Ísraelsmenn séu með henni að taka áskorun frekar en áhættu og í þeirri vissu að „heppnin sé með þeim“. Og þá er spurt: Frá hverjum tóku þeir áskoruninni?
Aðgerðir Ísraelsmanna hófust 27.12. á laugardegi (Sabbath, Saturday). Viku seinna, 3.1. fóru þeir inná Gaza með landherinn, sem sagt, allt eftir „skruddunni“.
Ásgeir Kristinn Lárusson, 5.1.2009 kl. 09:50
Shabbes (hvíldardeginum) var lokið í Ísrael, þegar aðgerðir Ísraela hófust. En helgidagalög gilda reyndar ekki ef líf gyðingaþjóðarinnar liggur við.
Ég skil ekki alveg hvert þú ert að fara með þessum vangaveltum þín. Ef þú telur gyðinga djöfladýrkendur, leitaðu þér læknis. Það hlýtur að vera einhver sem getur hjálpað þér út úr myrkri vangavelta þinna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 10:16
Ef við göngum út frá því, að þjóð Íraels sé siðmenntuð þjóð, þá hlýtur maður að velta því fyrir sér, hvað vaki fyrir þeirri sömu siðmenntuðu þjóð með blóðútshellingunum á Gaza. Í þessum skrifuðu orðum eru 4000 Ísraelskir hermenn inná Gaza, „bakkaðir upp“ af hundruð skrið- og bryndreka, skotið er af hafi og „blýi kastað“ af himni. Erlendum fréttastofum er meinaður aðgangur að svæðinu, hryðjuverkin eru jú einkamál Ísraelsmanna, þeirra heilaga stríð.
En Vilhjálmur, samkv. síðustu færslu þinni þá ætlar þú að taka þér frí frá þínu heilaga stríði og það er vissulega ljós í myrkrinu. Það tekur á að vera einn í liði og vígamenn þurfa að hvílast og safna kröftum.
Hvað viðvíkur andlegri heilsu minni, þá hefur hún aldrei verið betri
Ásgeir Kristinn Lárusson, 5.1.2009 kl. 10:56
Stundum frestar maður fríi. Heilsist þér sem best, en ef púkar leita á þig af botni Miðjarðarhafs, á ég góða vini sem geta hjálpað.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 11:06
Það er gott að eiga góða að, hvort sem er á botni Miðjarðarhafs eða í svítu á Mount Sinai...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 5.1.2009 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.