Spurningar og svör.

Lagði lokahönd á þetta verk í dag, sem ég nefni - Spurningar og svör -.

Verkið samanstendur af 12 svörum, byggðum á I Ching, hinu ævaforna, kínverska spákerfi, og spurningarnar eru ekki af lakari endanum, enda lifum við á skrýtnum tímum.

Svar nr.12, neðst til hægri, er t.a.m. svarið við spurningunni - Hver er tilgangur lífsins? -.

Verkið er gert úr flísum, 30x30 sm. og þéttilistum úr gúmmíi.

_sp-1.jpg_sp-2.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Og hvert er svo svarið? Hver er tilgangurinn? Viltu þýða fyrir mig? 

Skemmtilegt verk, annars!

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.9.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Á ég nú að þýða fyrir þýðandann? Sko, í stuttu máli er svarið -Friðsæld-. Hvert hexagram er samsett úr tveimur hlutum, efri og neðri helming, í þessu tilfelli er himinn yfir jörð. Lesist frá neðstu línu og upp :)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.9.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jájá, endilega þýða fyrir þýðandann. Einu sinni var ég reyndar þokkalega vel læs á I Ching en er auðvitað löngu búin að gleyma því öllu saman.

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.9.2008 kl. 21:03

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Og svona til fróðleiks þá notaðist ég við 3 eldgamla fimmaura í uppkastið, svona í tilefni dagsins og fyrir Davíð :)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.9.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband