11.9.2008 | 20:09
Spurningar og svör.
Lagði lokahönd á þetta verk í dag, sem ég nefni - Spurningar og svör -.
Verkið samanstendur af 12 svörum, byggðum á I Ching, hinu ævaforna, kínverska spákerfi, og spurningarnar eru ekki af lakari endanum, enda lifum við á skrýtnum tímum.
Svar nr.12, neðst til hægri, er t.a.m. svarið við spurningunni - Hver er tilgangur lífsins? -.
Verkið er gert úr flísum, 30x30 sm. og þéttilistum úr gúmmíi.
Athugasemdir
Og hvert er svo svarið? Hver er tilgangurinn? Viltu þýða fyrir mig?
Skemmtilegt verk, annars!
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.9.2008 kl. 20:36
Á ég nú að þýða fyrir þýðandann? Sko, í stuttu máli er svarið -Friðsæld-. Hvert hexagram er samsett úr tveimur hlutum, efri og neðri helming, í þessu tilfelli er himinn yfir jörð. Lesist frá neðstu línu og upp :)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.9.2008 kl. 20:47
Jájá, endilega þýða fyrir þýðandann. Einu sinni var ég reyndar þokkalega vel læs á I Ching en er auðvitað löngu búin að gleyma því öllu saman.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.9.2008 kl. 21:03
Og svona til fróðleiks þá notaðist ég við 3 eldgamla fimmaura í uppkastið, svona í tilefni dagsins og fyrir Davíð :)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.9.2008 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.