Færsluflokkur: Ferðalög

Mig vantar smá (tæknilegar?) upplýsingar...

Fyrir sléttri viku fór ég á myndlistaropnun og einsog ég geri oft við slík tækifæri, þá tók ég nokkrar myndir á litlu, sætu Ixus vélina mína.  Um kvöldið, er ég hafði „framkallað“ myndirnar í tölvunni, þá tók ég eftir einkennilegum hringjum á einni myndinni.  Næstu mynd tók ég 12 sekúndum síðar (beið eftir að maðurinn yfirgæfi myndflötinn), á sama stað og notaði flassið í bæði skiftin.

Er einhver þarna úti, sem vill kommentera á þetta? (klikka x2 á mynd)

(Sé reyndar núna, efst, hægra megin í neðri mynd, móta fyrir hring)

18_07.jpg18_08.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 hli_vi_hli.jpg


Skrýtið orð,

STRAX

Setji stjórnmálamenn upp Icesave-gleraugun, þá kannast þeir við bókstafinn X.

Þessi bókstafur hefur verið þeirra ávísun á lifibrauð í skjóli lýðræðis.

Það á eftilvill eftir að breytast...

ajcfbb.jpg

 


mbl.is Bretar og Hollendingar takmarka ábyrgð á innstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar Jóhannesar Björns

á Vald.org um stýrivexti, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og aðkomu hans að „falli landsins“.

Íslendingar, losum okkur við getulausa stjórnmálamenn strax, áður en þeir keyra land og þjóð í algert þrot!

gamla_fron.jpg

 

 


mbl.is Óvíst að lánin verði nýtt að fullu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfkláruðu húsin okkar.

Ekki nóg með að stór hluti þjóðarinnar sér framá að missa húsnæði sitt, heldur eru hundruðir ef ekki þúsundir húsbygginga um land allt á byggingastigi, sem kallast getur hálfklárað.  Erlent verkafólk, sem að stærstum hluta hefur komið að uppbyggingu þessa húsnæðis, er að yfirgefa landið.

Hvað verður um allar þessar hálfkláruðu byggingar?  Vantar spýtu og vantar sög?

halfklara.jpg


mbl.is Blaðamannafundur hjá forsætisráðherra í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningar og svör.

Lagði lokahönd á þetta verk í dag, sem ég nefni - Spurningar og svör -.

Verkið samanstendur af 12 svörum, byggðum á I Ching, hinu ævaforna, kínverska spákerfi, og spurningarnar eru ekki af lakari endanum, enda lifum við á skrýtnum tímum.

Svar nr.12, neðst til hægri, er t.a.m. svarið við spurningunni - Hver er tilgangur lífsins? -.

Verkið er gert úr flísum, 30x30 sm. og þéttilistum úr gúmmíi.

_sp-1.jpg_sp-2.jpg


Vildi koma þessu að...

Árið 2008 er enn talað um krabbamein í véfréttastíl, umræðan einokuð af hámenntuðu fólki, sem eflaust vill vel, en veit það betur?  Lyfjaiðnaður heimsins veltir álíka miklum fjármunum og eytt er í stríðsrekstur.

Árlega er varið gríðarlegum fjármunum í krabbameinsrannsóknir, haldnar ráðstefnur út og suður, yfirleitt kostaðar af stóru lyfjafyrirtækjunum, en hver er árangurinn?  

Því miður grátlega lítill.

 

Heljartök lyfjarisakolkrabbans HÉR

Fyrirlestur um mataræði og heilsu HÉR

Það skyldi þá ekki vera sveppur!!!

 

 


mbl.is Auken með krabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nuke Them All Before It´s Too Late"

Alfa og Omega, A-Ö og A-Z.  Hver fann upp stafrófið og verður það senn úrelt?

 


mbl.is Leyniaðgerðir gegn Íran auknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband