Ásgeir Kristinn Lárusson

Hef þvælst í þessu mannhafi í hálfa öld og finnst lífið alltaf jafn skrýtið. Bjó fyrstu ár ævinnar í Hlíðunum og mjög eftirsóttur af barnapíum hverfisins, þar sem ég þótti undarlega rólegt barn. Sex ára gamall bjó ég í hálft ár ásamt yngra bróður mínum og foreldrum á Ármótum, Rangárvöllum,  en þaðan fór móðir mín með okkur bræðurna að Jaðri í Heiðmörk og vorum við þar meira og minna í sex ár. Á Jaðri rak Reykjavíkurborg heimavistarskóla fyrir drengi frá "erfiðum" heimilum bæjarins á veturna, en á sumrin ráku Góðtemplarar sumarbúðir fyrir stráka og stelpur frá "betri" heimilum bæjarins. Held ég að vera mín á Jaðri hafi haft afgerandi áhrif á mína persónu. Hef frá sextán ára aldri verið að snudda utan í myndlist ásamt öðru, m.a. gefið út tvær ljóðabækur; Blátt áfram rautt 1981 og Ljóðhefti 1994.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Ásgeir Kristinn Lárusson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband