31.1.2009 | 11:10
Gamlir rauðlaukar.
Hlúum að grasrótinni og jarðsetjum þessa gömlu lauka þannig, að þeir sjái aldrei framar til sólar...
![]() |
Stjórn mynduð í dag eða á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 07:55
Bergþórshvoll brennur...
Ég sit hérna nýlega vaknaður og Geir Haarde fer með pólitískar þulur í morgunútvarpiinu.
Svo les maður þessa frétt og dæsir, kveikir í sígaretttu og hugsar:
Ætli allar þessar eiginkonur og mæður útrásarvíkinga séu með hnésítt hár og skyldi minni þeirra vera jafnlangt?
![]() |
Fleiri bankamenn skráðu eignir á ættingja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2009 | 21:55
Upstairs - Downstairs
Sjálfsagt getur verið töff að vera bara venjuleg, láglaunuð, reykvísk lögga og vitandi það, að inni á Hilton hóteli gangi um teppalagða sali jakkafataklæddar alvörulöggur og með gvuðmávitahvaða vopn í belti sínu...en menn hafa val.
![]() |
Vel heppnuð mótmæli, segja hernaðarandstæðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 21:20
staður og stund...
Hilton Nordica (Paris-London-New York-Reykjavík) er svo úr takt við samtímann hvort sem það hýsir Átveislu Svörtulofta eða Grúppíufund NATO...
![]() |
Lögregla beitti piparúða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 17:09
Einn og hálfur tími í mótmæli...
![]() |
NATO-móttaka flutt á Nordica |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2009 | 12:53
Ljósár og milljarðar...
Seinna í dag ætla ég að skutla móður minni til læknis.
Hún hefur undanfarnar vikur átt erfitt með svefn, er sífellt að vakna upp á nóttunni og nær því ekki að hvílast sem skyldi.
Því ætlar hún til læknis og fá uppáskrifað recept fyrir svefnlyf svo hún geti sofið draumlaust í einni lotu og gleymt öllum þessum stjarnfræðilegu tölum, sem stöðugt dynja á henni og þjóðinni.
![]() |
Skuldir aukast um 400 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 11:36
NATO og Global Warming-kjaftæðið...
Á næstu dögum verður haldin ráðstefna í kaupstaðnum Reykjavík á vegum NATO (North Atlantic Treaty Organization), en samtök þessi eru leppar bandarískra heimsvaldasinna, stofnuð í þeim eina tilgangi að verja hagsmuni BNA í Evrópu og þess vegna um víðan völl. Nægir að nefna Írak og Afganistan.
Ný ríkisstjórn á að setja það sem kröfu, að Ísland segi sig úr NATO. Þeirra hagsmunir eru ekki okkar hagsmunir.
Kl. 18:30 í kvöld ætlar NATO og taglhnýtingar þeirra, að efna til veizlu í Þjóðmenningarhúsinu v/ Hverfisgötu.
Mætum á svæðið og mótmælum óværunni NATO og veru okkar í þeirra skjóli og sláum taktinn, takt þjóðarinnar!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)