Ætlar helmingur þjóðarinnar á þing?

Víst er atvinnuleysi grafalvarlegt mál en allt kvak síðustu vikna um framboð ólíklegustu fuglategunda til Alþingis ber vitni um einkennileg eggjahljóð.

Ekki er á bætandi það fuglabjarg, sem við Austuvöll stendur.

Nær væri að steypa undan öllu gerinu í eitt skifti fyrir öll...

sulubyggd.jpg


mbl.is Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er í hinum hópnum, en án gríns - það þarf að endurbyggja grunninn að samfélaginu svo hófatildrið hafi eitthvað til að standa á.

Nýtt lýðveldi  - skrifa undir áskorun  HÉR 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 15:30

2 Smámynd: Sveinbjörn Eysteinsson

heyr, heyr

Sveinbjörn Eysteinsson, 19.2.2009 kl. 15:36

3 identicon

Já, það er greinilega mikið meira framboð en eftirspurn af þeim sem vilja verma þingsætin 63 sem í boði eru. Jafnvel þau launin séu jafn "rýr" og af er látið. Þetta job virðist freista margra, sem telja sig færari en aðra, til að frelsa heiminn, "eru undir miklum þrýstingi" að eigin sögn!!! Maður hefur nú heyrt þetta allt áður á langri ævi!!! þetta snýst nú allt um völd og peninga!!!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 15:42

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er ekki þverfótað fyrir pólitíksum hrægömmum þessa dagana - Tryggvi Þór er sannarlega slíkur gammur og vílar ekki fyrir sér að spila með fölskum nýfrjálshyggjukórnum þegar hann mætir í Kastljós skömmu fyrir tilkynningu um framboð og lýgur því að skuldastaða þjóðarinnar sé nú bara alls ekki svo slæm. Svona menn eru beinlínis hættulegir framtíð landsins enda varð hann ómarktækur um leið og hann fullyrti fullum hálsi nokkrum mínútum fyrir bankahrun að "bankarnir væru ekki í neinni hættu á því að falla!"

Þór Jóhannesson, 19.2.2009 kl. 18:03

5 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Bendi fólki á viðtal við Gylfa Zöega nú áðan í Speglinum á Rúv.

Maðurinn er hálf  klökkur í lýsingum sínum, enda ekki skrýtið.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 19.2.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband